Norræn æska

 

norræn list

 

 

 
 

Sumarið 1994 tók ég þátt í samnorrænu verkefni þar sem listamenn voru sendir inní skóla á einhverju Norðurlandanna og tóku þar þátt í verkefni sem kallaðist á sænsku ETT LEVANDE NORDEN en á íslensku var það kallað NORRÆN ÆSKA NORRÆN LIST. Eitt svæði var valið í hverju landi og varð Eyjafjarðarsvæðið fyrir valinu á Íslandi. Ég starfaði sem kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði á þessum tíma og þangað kom finnsk leikkona frá Vasa, Kristiina Hurmerinta, sem vann m.a. með mínum nemendum veturinn 1993-94. Síðan fór ég til Finnlands og starfaði með henni og öðrum sem hún fékk til liðs við sig á eyjunni Halkosaari í sveitarfélaginu Lappajarvi. Þarna vorum við í eina viku með 70 börnum, kennurum þeirra og fleiri listamönnum og unnum ýmis verk úti í náttúrunni. Fyrr um veturinn hafði ég og danski listamaðurinn Steffan Herrik komið í heimsókn í litlu skólana 3 sem tóku þátt í verkefninu á þessu svæði.

 
 
 
 

Börnin teiknuðu kort af svæðinu, landfastri eyju sem myndaðist fyrir um 70 milljónum ára þegar loftsteinn féll þarna

Börnunum var skipt í hópa, sem voru merktir á bakinu með tákni hvers hóps.

 
 
 

Rétt eftir innganginn inn á svæðið bjuggu börnin til þessar fígúrur með grímum úr brauðdeigi. Aftan við til vinstri er himnaríki litlu dýranna, þarna stilltu þau upp dýrum sem þau mótuðu úr sefi og steinum.

 

 

 

 

 
Börnin áttu að hugsa sér einhverja gjöf handa eyjunni, teikna af gjöfinni mynd, sem þau svo yfirfærðu með þrykktækni á fána sem hengdir voru upp við innganginn á eyjuna.
 
   
 

 
Þau bjuggu til fána með öllu því sem þeim fannst að svona eyja ætti að hafa: frið, ást, engil, vináttu, blóm, skýli fyrir særða engilinn, og svo framvegis.
Eitt af verkunum sem börnin unnu með Steffan Herrik var slanga, formuð í spíral úr steinum, hálmi og tjöru. Í lok vikunnar var kveikt í slöngunni, sumir voru í íkveikjuliðinu, aðrir í brunavarnarliðinu. Á seinustu myndinni í seríunni sést hvernig slangan leit út daginn eftir brunagjörninginn.
 
 
   
   
   
 

 

 
 
   
  .