Helga Pálína: Um mig

Bakgrunnur minn:

Drengurinn lengst til hægri (Binni f. 1914 d. 1981) og telpan lengst til vinstri (Bogga f. 1919 d. 2005).....

 
 
giftust árið 1947.

 

Myndir úr tilhugalífi mömmu og pabba og heillaóskaskeyti frá fjölskyldu mömmu í Ólafsfirði.

 

   

Uppvaxtarárin:

Ég er fædd og uppalin á Ólafsfirði, hér er ég á fyrsta ári, með mömmu og systrum mínum Röggu og Gunnu.

   
Og hér með mömmu og pabba.
 

Við vorum 4 systkinin: ég (f.1953), Gunna (f.1948, d.1998), Ragga (f.1949) og Sveinn (f.1955, d.1994). Öll með jólajafirnar 1957eða8.

     
Tjörnin og brekkan voru aðaleiksvæðin okkar á veturna.
     

Unglingsárin:

Barnapía 1965 - Í fermingarkápu, 1967 - Menntaskólanemi vorið 1970.

     

Með skólasystrum í 6. bekk MA á Akureyri haustið 1971.

     

Eftir stúdentspróf:

1972 fór ég til Frakklands: Hér er ég í Normandí 1975, stuttu fyrir brottflutning norður á bóginn aftur.

     

Komin heim aftur og búin með smíðakennaranám í KHÍ:

Eftir göngu í Kverkfjöll með Vinum & vandamönnum 1981; Þurí, HP, Maríanna og Gulla Bjarna

     

Á ættarmóti Syðstabæjarfólks í Ólafsfirði sumarið 1989. Sigrún mágkona mín, 4 systkinabörn og 2 systkini mín Ragga og Sveinn.

Árið 1988 hafði ég flutt heim frá Finnlandi, eftir nám í textílhönnun við Listiðnaðarháskólann í Helsinki og farin að kenna við MHÍ

     
Flutt norður til Gauta 1992. Á sumrin ferðumst við um hálendið í hans bláa"sumarhúsi".
     

Ég var leiðsögumaður í fjallaferðum á Íslandi í nærri tvo áratugi á sumrin. Hér er ég með franska ferðamenn á Skálafellsjökli 1994.

     
Sama ár eignaðist ég helming í þessum kofa í Ólafsfirði, keypti hlut af Margréti vinkonu minni.
     
Flutt að Flúðum: Með Gauta, strákum hans, Jóni Ásgeiri og Guðmundi Karli og Snotru,1995.
     

Sumarið 1996 í Finnlandi í leikhúsgjörningnum Pidot96Gästabud i Vasa.

Frá vinstri: Jórunn Sigurðardóttir, Dröfn Friðfinnsdóttir, Margrét Jónsdóttir og ég.

     

Sumarið 2001 á Berjadögum í Ólafsfirði með Margréti Jóns. Þarna sýndum við "fjöruborðið" frá sýningunni Borđleggjandi í Handverki og hönnun í Reykjavík þrá því um vorið .

     

Útivist og veisluhöld eru mín uppáhöld. Toppar ársins 2003 voru tveir, gangan á Snæfell ....

     

og fimmtugsafmælið mitt þar sem fjölskylda Gauta stjórnaði tónlistinni eins og venjulega.

     

Á göngu frá Ólafsfirði um Héðinsfjörð í Siglufjörð 2005.

     
Fjölskylda mín (allir nema Gauti sem var veikur), eftir útför mömmu í Ólafsfirði í júlí 2005.
     

Í febrúar 2006 opnuðum við Berglind Gunnarsdóttir ljóðskáld sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga; textílverk mín og ljóð Berglindar innan um höggmyndir Sigurjóns.

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í maí 2007 andaðist Gauti eftir baráttu við lungnakrabbamein og var jarðsettur í Mývatnssveit. Á leið að Skútustaðakirkju var eins og áður tíðkaðist, stutt athöfn á Nónskarðsás þar sem ættingjar og vinir voru samankomnir.

   
Þann 19. júní 2009 gekk ég á Hvannadalshnúk í stórum kvennahópi á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna.