VORFERÐ

 

MEÐ MÓU

 

 

Við vinkonurnar Móa og ég ákváðum einn fallegan maídag að fara í stutta vorferð frá Akureyriút í Ólafsfjörð og gista þar eina nótt i kofanum okkar.

Við byrjuðum samt á að fara smá krók, yfir á Svalbarðsströnd, en hún er sko ekki sömu megin við Eyjafjörð og lafsfjrur er, en þarna átti Móa heima einu sinni. Hún þurfti að mæla sig við stólpa nálægt gamla húsinu hennar, en þegar hún var minni hafði hún oft mælt sig við hann til að sjá hvað hún var fljót að stækka. Nú var hún alveg að verða eins há og stólpinn.

Rosalega hafði hún vaxið mikið í vetur!

Í gamla húsinu hennar er nú safn sem heitir Safnasafnið.

 
 
 

Í Safnasafninu eru skemmtilegar sýningar og á sumrin taka börnin í skólanum, sem Móa var áður í, þátt í sýningu úti í skóginum. Inni í húsinu eru verk eftir alþýðulistamenn og lærða listamenn.

 
   
 

Eftir heimsóknina í Safnasafnið brunuðum við aftur í gegnum Akureyri og svo í gegnum Dalvik til Ólafsfjarðar. Við ákváðum að skoða safni hans Ja risa, Hvol á Dalvík seinna.

Við komum okkur fyrir með dótið okkar í kofanum, settum mat í ísskápinn í læknum og loftuðum út, því þarna hafði enginn komið allan veturinn. Síðan fórum við aftur niður í bæ í heimsóknir. Við komum t.d. við á elliheimilinu Hornbrekku og heimsóttum Boggu sem var voða glöð að sjá okkur, hún hafði heldur ekki séð Móu svo lengi. Síðan fórum við heim í kofa.

 
 
 
 
 
 
 
 

Um kvöldið sátum við og spjölluðum og spiluðum í kertaljósinu og ylnum frá ofninum. Það þarf að muna að slökkva á öllum kertum áður en maður fer upp að sofa.

Svo þarf auðvitað að hátta alla sem voru með okkur í þessari ferð áður en maður getur sjálfur skriðið undir sæng.

Það verður yndislegt að sofna við lækjarniðinn.

 
 
Næst þegar við komum verður grasið orðið grænna, snjórinn verður horfinn úr fjöllunum, fjólurnar farnar að blómstra fyrir sunnan hús..............................  
forsu   .